HUGI.IS er langt frá því að vera fullkominn. Aðalega vegna mórals í fólki ( einsog mér stundum líklegast ), hefur HUGI.IS orðið æfið leiðinlegri en hann var. En, nei, ég ættla ekki að fara skrifa grein um það sama og torpedo vegna þess að ég er stigahóra ( einsog ég var! já ég viðurkenni það ). Nei, þessi grein fjallar um hvernig síðan er uppsett og hvernig hún bíður uppá leiðindi og hvað mætti betur fara.
Ég ættla að benda á phpBB spjalborðinn sem fást frítt á phpbb.com, þessi borð hafa ýmislegt framyfir huga.is. Fyrst leyfist mér að benda á EDIT takkan, svona vantar nauðsynlega til að fólk geti afturkallað greinar sínar ( eytt þeim jafnvel, þetta eru nú þeirra greinar og engin getur bannað þeim að ritskoða þær ) eða lagað villur ( rangar heimildir stafsetningu o.fl.). Svo er það hinn frábæri stuðningur fyrir BBcode eða html strengi. Með þessu er hægt að gera greinarnar breiðletraðar og þægilegar græjur til að sýna kóða ( BRÁÐVANTAR bæði á vefgerðar áhugamálið og annarsstaðar! ). Þið getið ekk ýmindað ykkur hvað það er mikið þægilegra að geta skipulagt greinina svona. Svo er hægt að nota pen myndir ( lítil icon ), ég er ekki að byðja um broskarla einsog á MSN ( reyndar HELST ekki ), en það eru þarna icon t.d. örvar og ljósaperur, þetta er hægt að nota í uppsetningu a lista. Þetta gerir greinarnar MIKIÐ auðlesnari.
Auðvita vil ég ekki að huga sé snúið á hvolf eða bara skipt yfir í phpBB, hann hefur margt gott sem hægt er að nota. Ykkur dettur kanski í hug grein sem er öll með bleikum stöfum og full af iconum og breiðletruðu drasli, en þá segji ég bara ÞAÐ er ekki grein, ÞAÐ er sorp og á að henda.
En ýmyndið ykkur að ég hafi skrifað vitlausan tengil hér að ofan… hversu margir myndu byrja að röfla, auðvita myndi ég breyta þessu ef ég gæti.
NIÐUR MEÐ STIGINN! ÁFRAM MEÐ NÝJAN HUGA.IS! ÉG VIL LÁTA EYÐA STIGUNUM MÍNUM! ég skal vera fyrstur til að losna við þau…