heil og sæl! :) eg er með smá pælingu. En áður en áfram er haldið, er rétt að taka fram að ég er ekki geðveikur, þó að eftirfarandi seigji annað:) Ég ætla að pælast útí mjólkurafurðina Engjarþykkni frá MS (þetta sem er i skritnum dollum, með kurli aftast sem hægt er að hella útí hitt gumsið). Hver hefur ekki lennt í því að þegar maður er búinn að hella kurlinu útí gumsið, að þá vill oft svo furðulega til, að eftir sitja púnulitlar súkkulaðikúlur sem virðast vera rafmagnaðar við dolluna!! Þegar maður stingur puttanum á eftir þeim, smeygja þær sér í burtu og hlægja að manni. Og þegar maður er farinn að vera pirraður, að þá er ekki einusinni hægt að sturta þeim úr, nema með miklu afli! :D Sko ég væri til í að heyra hversvegna það virðist vera svona rafmagn ofaní dollunni sem þessar kúlur eru fastar í?? er ekki einhver brjálaður vísindamaður hérna sem getur útskýrt hvernig þetta rafmagn á sér stað?
p.s eg vill þakka Calcium fyrir stuðning á geðshræringu hérna fyrir ofan, þar sem hún hefur reynslu af þessu, enda mikill unnandi engjarþykknis, ekki nema hvað :D