Þegar ég var að horfa á kastljósið um daginn var þar í viðtali Sigurður Einarsson forstjóra Kaupþings-Búnaðarbanka.

Þar kom fram að maðurinn er með 4 og hálfa milljón á mánuði
sem er meira en foreldrar mínir þéna á örugglega hálfu ári.
Gerður var kaupréttarsamningur milli hans og Hreiðars Más Sigurðssonar og Kaupþings um laun þeirra (sem eru svimandi há).Samningurinn var þannig að þeir myndu kaupa hlutabréf í bankanum og um leið yrðu launin vægast sagt góð.
Og svo þegar þeir vildu ekki kaupa hlutabré í bankanum var bara aftur gerður samningur og samið um enn hærri laun.Kom einnig fram að venjulegir starfsmenn eru með um 200 þús krónur á mánuði á meðan Sigurður er með 4 og hálfa millu auk fríðinda sem felst í því að vera forstjóri.

Finnst mér þetta vera einum of mikið.Eru ekki nógu margir sem eiga að lifa á 100.000 kr á mánuði án þess að hann komi og fái þennan pening á mánuði.

Eða á hann að njóta góðs af því að vera í þessu starfi?

Endilega segið ykkar skoðun.