Ætliði virkilega að segja mér að það sé engin spilling í íslenskum stjórnmálum? Aðeins einn ráðherra hefur sagt af sér á Íslandi, það var fyrir um 10 árum (ekki endilega fyrir spillingu), en nú er sá einn af starfandi forsetum alþingis. Þetta bendir reyndar til þess að afsögn hann hafi kannski verið óþörf (ég er reyndar með samsæriskenningu um það mál…að andstæðingar hans hafi boðið honum starf Heilbrigðisráðherra, sem er mjög erfitt embætti, til þess að eins að losa hann úr æðstu stöðum og farsælu starfi í Hafnarfirði, svo annar flokkur kæmist þar að).

Það væri gaman að heyra frá öðrum, sem hafa svipaðar kenningar um svipuð mál.

Pési poppari