Mín skoðun er sú að það á að leyfa fóstureyðingar en mín persónulega skoðun er sú að það ætti að stytta tímann til þess að gera það. Eða alveg niður í u.þ.b. 2 mánuði. Tel að það ætti aðeins að gera það þegar það er lítið fóstur en ekki að verða að fullvaxna barni.
Ef ég man rétt þá er tíminn styttri hérna en í mörgum öðrum löndum en það er alltaf hægt að gera betur. Mín skoðun er sú að tíminn ætti að vera eins stuttur og hægt er svo að það séu litlar líkur á að fóstrið sé komið með eigin huga… eða það þróaðan heila að það geti hugsað. Ég sé það sem ekkert annað en bara morð.
Ég tel það vera mikilvægara en hjartaslátt. Eins og flestir vita er hægt að vera líkamlega lifandi en verið heiladauður, mín skoðun er nefnilega líka sú að það á að vera leyfilegt að aflífa fólk sem að lendir í slysi og verður heildautt og gerir ekkert annað en að slefa allan daginn.
En fólk deilir um hvenær fóstrið er byrjað að hafa “eigin huga”. Það er vitað u.þ.b. hvenær fyrstu heilabylgjurnar fara á kreik en það er kannski flóknari spurning hvenær þær eru orðnar það þróaðar að þetta sé orðin persóna sem að getur hugsað.
Finnst alveg ótrúlegt að það sé algengt út um allan heim að fara í fóstureyðingar á seinni helmingi meðgöngunar þegar það er löngu orðið eitthvað meira en heilalaust fóstur.<br><br>______________________________________________________________________________________________
<b>I think I´m still clean living… you know, I mean I don’t go home and have orgies or anything like that. I´m still the same person I have always been. (Britney Spears, CNN 2003)</