Ég las grein hérna inni um Helförina sem heitir “smá svona helfarar staðreyndir” þar sem höfundur tók saman staðreyndir um fjöldamorð þjóðverja á gyðingum í seinni heimstyrjöldinni. Þetta er eitt rosalegasta dæmið um spillingu í heimunum. þ.e.a.s. hvernig hægt er að spilla mönnum svo mikið að þeir myrði hundruðir þúsunda fyrir að tilheyra ákveðnum þjóðfélagshóp.
En í þessari grein kom fram að heildarfjöldi gyðinga sem létust í helförinni hafi verið töluvert minni en opinber tala sem rússar komu með eftir heimsstyrjöldina, tala sem var birt í öllum fjölmiðlum vestan hafs sem kom af stað umræðum um fordóma sem höfundur hafði sagt vera allveg án í lokaorðum greinarinnar.

En…svo heyri ég það eftir að hafa lesið þessa grein sem hefur greinilega ýtt af stað heilmiklum umræðum hérna um mannkynssögu og fordóma að höfundur greinarinnar “boltari” hafi verið BANNAÐUR á www.HUGA.is fyrir greinina sem er dáldið mikil íronía þar sem efni greinarinnar var meðal annars hættur ritskoðunar og staðreynda“missi” fjölmiðla svo ekki sé minnst á ósanngjarnt.

Ég myndi vilja sjá þennan mann skrifa meira hérna í framtíðinni þar sem hann hefur þá fræbæru hæfileika að koma af stað umræðum um einhverja hluti sem skipta máli. Fyrir mitt leyti er ritskoðun óásættanleg þegar kemur til leytarinnar að staðreyndum og eitt af mínum helstu baráttumálum og allir ættu að hafa einhver.

En ég vil líka benda á það að það er ekki hægt að fá nýtt nafn ef maður er bannaður af huga.is því innskráning er tengd kennitölu svo það sé hægt að fylgjast með öllum….