Ég man eftir því að ég nefndi einhvertíman hérna á Huga að það væru alveg strákar að selja sig á Íslandi alveg eins og stelpur en enginn trúir manni.
Nú var ég að horfa á fréttir stöðvar 2 og þar var fjallað um könnun fyrir framhaldsskólanema á Íslandi, og útkoman var sú að fleiri strákar hafa stundað vændi en stelpur.
Auðvitað eru skekkjumörk, ég gæti t.d. trúað því að strákar væru líklegari til þess að djóka í svona könnun og svara vitlaust. En ég þó það séu skekkjumörk þá held ég að fleiri strákar hafi selt sig á Íslandi en fólk gerir sig grein fyrir.
Nefnilega í flestum umræðum um vændi er aðeins talað um konur/stelpur.
Vona að þetta fær fólk til þess að hugsa smá betur út í þetta.<br><br>______________________________________________________________________________________________
<b>I think I´m still clean living… you know, I mean I don’t go home and have orgies or anything like that. I´m still the same person I have always been. (Britney Spears, CNN 2003)</