Að gefnu tilefni, vegna umræðunar um SÁÁ sjálfspróf og alkolisma.
Alkolismi er sjúkdómur, þú getur ekki að því gert að þú fáir hann, sumir eru bara óheppnari en aðrir. Alkolismi er sjúkdómur lyga og afneitunar, á meðan einstaklingurinn er virkur viðurkennir hann ekki auðveltlega vandamálið. Einstaklingurinn lifir í feluleik, bæði fyrir aðstendendum og sjálfum sér.
í umræðuni hérna fyrir neðan hélt ég því fram að það að hafa verið tekin ölvaður á bíl( tekin í leyfisleysi) auki líkurnar á því að vera haldin alkolisma. Af hverju segi ég það, jú vegna þess að þegar einstaklingur er komin út í það að brjóta lög undir áhrifum er MJÖG líklegt að hann eigi orðið við vandamál að stríða. Málið er nefnilega að fólk sem er andlega heilbrigt og er ekki haldin alkolisma brýtur ekki lögin þegar þau fá sér í glas. Heilbrigður einstaklingur lætur það ekki hvarla að sér að stela, keyra undir áhrifum, beita ofbelti .o.s.f. þegar hann drekkur. En okkur sem eru haldin alkolisma hættir þetta til, stöðvunar lína okkar verður alltaf sveigjanlegri og sveigjanlegri þangað til það er orðið fátt sem er ekki leyfilegt.
Varnir einstaklings haldin alkolisma verða alltaf sterkari og sterkari, öðruvísi gæti alkinn ekki lifað af hegðun sína og samviskubit,sektarkenndina verður að bæla niður, áður en hún verður yfirþyrmandi.Stærsti sigur alkanns er að viðurkenna vandamálið, það er ekki endirinn, viðukenninginn er upphafið af sigurgöngu í átt aðbetra lífi.
SÁÁ á mikin þátt í að hjálpa heilu fjölskyldunum og hefur bjargað mörgum frá dauða með vinnu sinni. Vonandi virða sem flestir starf þeirra, því þjófélagið getur ekki án þeirra verið…………:)