Feministar fara alveg ótrúlega í taugarnar á mér og nú verð ég bara að fá útrás í þessari grein.
Ég sem skil ekki hvers vegna feministar þurfa alltaf að vera að kvarta og kveina og geta aldrei látið neitt eiga sig.
Þetta lið er mjög svipað og unhverfisverndarpakkið sem alltaf þarf að vera með einhver mótmæli og leiðindi nú síðast þegar við fórum að veiða nokkur hvalgrey sem hellingur er til af.
Feministarnir þurfa alltaf að vera að kvarta og alltaf fá þær
sínu fram á endanum og nú er svo komið að það er einhver konudagur, kvennadagur, baráttudagur kvenna og eitthvað álíka í annari hverri viku! Svo ekki sé talað um sjónvarpsþættina og netsíðurnar.
Þær einfaldlega þurfa að vera á móti ÖLLU!
Ef það er eitthvað ákveðið sem þeim líkar ekki er farið í mótmælagöngu, valsað um með skilti á einhverjum hátíðum(sbr. 17. júní sl. voru þó ekki feministar en þetta er allt sama pakkið.)
eða farið í hið klassíska hungurverkfall.
Að mínu mati á að leyfa þessum hálfvitum að svelta sig eins lengi og þeir vilja og drepa sig(bara einu fífli færra á jörðinni).
Mér fannst það ágætt sem Davíð Oddsson sagði þegar hann var borgarstjóri og einhver náttúrusinninn ætlaði í hungurverkfall út af einhverjum framkvæmdum (sem neyddu einhverja tíu þresti að fara úr hreiðrum sínum eða eitthvað) þá sagði hann einfaldlega að borgin bæri enga ábyrgð á matarvenjum fólks og ef þessi aðili vildi ekki borða þá væri það hans mál.
Auðvitað hætti viðkomandi stuttu síðar.



Nú veit ég að allir feministar og friðarsinnar verða gjörsamlega snarvitlausir skrifa einhvern fjandann um tjáningarfrelsi o.s.frv.
en mér gæti ekki verið meira sama. Gjöriði svo vel og takk fyrir mig.