Allt í lagi með það, en það sem stakk mig svakalega er að í fréttinni er sagt að þetta hafi gerst í gærkvöldi, eða 9 oktober, þegar staðreyndin er sú að þetta gerðist núna um síðustu helgi eða 4 oktober…
http://www.cnn.com/2003/SHOWBIZ/10/04/roy .attacked/index.html
Af hverju ætli Fréttablaðið segi ósatt, er það til að láta líta svo út að þeir séu algerlega með á nótunum?
Eða var bara ekki pláss fyrir fréttina fyrr en í dag og gleymdu þeir bara að leiðrétta þetta.
Og ég bara spyr, hverju öðru ætli þeir hagræði? er yfirleitt eitthvað að marka dagblað sem beitir svona vinnubrögðum?
Þótt blaðið sé ókeypis er ekki þar með sagt að þeir eigi ekki að leggja smá metnað í blaðið, og ég viðurkenni að það er margt gott í því, t.d. Pondus… :)
————–