þetta er eiginlega fáránlegt… Því að hryðjuverk eru og hafa verið daglegt brauð í mörgum löndum í fjöldamörg ár… Engin þeirra fá samt slíka umfjöllun sem árásirnar 11 september, enda ekki um sjálfa hollywood þjóðina að ræða, og árásirnar ekki jafn skæðar.
Árásin 11 sept. var einstök að því leiti að óvenju margir létu lífið.
Þrátt fyrir það er fáránlegt að tala um “næsta skotmark” og “næstu árás”.
Í fljótu bragði má nefna ETA aðskilnaðarsamtök baska sem hafa drepið fleirri spánverja í gegnum tíðina en dóu þarna 11. sept.
Svo má nú nefna IRA í Írlandi sem eru varla skárri, enda íbúar London fyrir löngu orðnir vanir sprengjuleitum og þessum dagsdaglegu spengingum, gíslatökum og skotbardögum sem fylgja IRA.
T.D. Var ég í París þegar að stærsta hryðjuverka alda í sögu þjóðarinnar reið yfir. Það var árið 1996-97.
Ég þurfti aðeins að ganga í 3 mínútur til þess að skoða gryfjuna sem að hafði áður verið neðanjarðarlestarstöðin í hverfinu mínu. Hún var sprengd í loft upp af hryðjuverkasamtökum, einungis stór hola eftir. Í kjölfarið sprungu margar minni sprengjur um alla parís á dögunum eftir “stóru árásina”. Ástandið varði lengi. Það var ekki hægt að fara út fyrir dyr án þess að rekast á hóp lögreglumanna með hríðskotabyssur, og útaf því að ein sprengjan hafði verið falin í ruslafötu voru allar ruslafötur innsiglaðar eða fjarlægðar, þannig að ekkert var hægt að setja í þær (og því raðaði fólk bara ruslinu ofaná tunnurnar fyrst ekki var hægt að setja ofan í þær, eftir nokkra daga var kúkalykt út um allar götur út af rotnandi rusli).
Er einhver sem man eftir þessu hérna? Sjálfsagt ekki…þó var þetta nær okkur en 11.sept árásirnar.
En já… Hryðjuverk hafa verið framin í evrópu í fjöldamörg ár, engin ástæða til að ætla að þar verði breyting á. En mér finnst nú ansi ólíklegt að það verði einhver önnur svona risastór árás eins og þessi í BNA.
Og ég held nú að það sé öllu erfiðara að venjast hryðjuverkum dagsdaglega með tilheyrandi vænisýki og ofsóknarbrjálæði heldur en einni stórri árás eins og þeirri í BNA.
Og svona að lokum, þrátt fyrir öll þessi hryðjuverk hafa löndin í evrópu landamæri sín opin og “stóri bróðir” angrar engann.
Sennilega er það skásta leiðin.
Sofðu rótt…