Mig langar aðeins að ræða um ritskoðun hér á þessum vef.
Ég er mikið að spila tölvuleik sem kallast Battlefield 1942 auk þess sem ég hef gaman af því að mæta á stór Lön eins og Skjálfta og Smell. Smellur verður haldinn næstu helgi og er pláss fyrir um 500 manns, þetta selst alltaf fljótt upp.
Upp kom umræða á BF1942 hér á huga um þetta ágæta mót, Smell, menn ræddu um það og lýstu yfir því að þeir hefðu verslað sér miða á forsölu og að tilhlökkun væri mikil.
Svo einn daginn þá var búið að eyða öllum korkum um smell, menn tóku eftir þessu, voru ekki alveg sáttir við það og létu skoðun sína í ljós. Þeim korkum var einnig eytt.
Svo fara menn á stúfana og ransaka af hverju ekki má ræða um smell hér, þá kemur í ljós að Síminn á huga.is (sérðu ADSL auglýsinguna?), OgVodafone sér um nettengingar á Smell. Svo virðist sem að Síminn vilji “verja” sína stöðu með því að loka á alla umræðu um mótið… Já, það er rétt hjá þér, þetta er eins heimskulegt og það hljómar.
Ég fékk um daginn póst frá einum stjóranum og mun deila honum með ykkur:

Það fylgur því bann að fylgja ekki reglum Huga, þannig að taktu þessu sem viðvörun um bann.
Í kjölfar póst þíns mun ég loka á allt efni Smells, en ég hafði leyft grein og atburð til að koma Smell á framfæri. Það er hér með dregið til baka.

Þetta finst mér eitthvað það aumingjalegasta athæfi sem ég hef nokkurntíman lent í hér á huga, þeir ættu að skammast sín sem komu að þessari svívirðu.<br><br><font color=“#C0C0C0”><b>Virðingarfyllst
[I'm]Faikus Denubius</b></font>
<a href=“mailto:Faikus_Denubius@hotmail.com”>Faikus_Denubius@hotmail.com</a>
<a href="http://www.fnir.is“>Félag Nema í Rafiðnum</a>
<a href=”http://www.faikus.leti.is“>Heimasíðan mín</a>
<font color=”#808080">(Insert witty remark or a clever saying)
- Before you criticize someone, you should walk a mile in their shoes.
That way, when you criticize them, you're a mile away and you have their shoes.
- Það sem þessi heimur þarf er ærleg flenging og aðra heimsstyrjöld.
- In this life there are few things as nice as a good sit.
- I would make it my business to be a third wheel</font