sólböðun drepur líka, bílar drepa, áfengi drepur, þunglyndi drepur, hundar drepa, menn drepa…
það er einfaldlega til ákveðin hefð fyrir þessum óþvera, pabbi minn reykti, afi minn reykti, pabbi hanns reykti osfr.
ég reyki, ég er ekki sérlega stoltur af því, en mér finnst gott að reykja, hætti þessu sennilega fljótlega, en ég reyki. pabbi er hættur, gott hjá honum, afi er hættur, gott hjá honum, langafi er dauður, gott hjá… ehhhh jæja…
Sá sem ég er að hugsa um er veitingahús eigandinn. við búum ekki í kommúnista ríki, hér er hverjum frjálst að oppna veitingastað ef hann hefur tilskilin leyfi og vilja
Markaðslögmál eiga að ráða til um það hvort veitingareksturinn verði arðbær eða ekki. þeas, fólkið ræður! viðskiptavinirnir ráða.
Því oppnið þið anti-reykingamenn ekki veitingastað fyrir ykkur og bannið þar reykingar, og sjáið svo til um hvort það verði ekki bara meira að gera hjá ykkur og allir hinir veitingastaðirnir hætti rekstri eða skipti yfir í ykkar consept. en ekki banna þetta banna hitt, markaðurinn ræður, fólkið ræður… það er hægt að lýta á þetta sem líðræði
jæja, ég get ekki skrifað meira, þarf að fara að reykja, hóst hóst.. djöfull er ég þreyttur og illt í hausnum, verð að reykja.
Hóst / regards
Siquay reykjari