Ég var alltaf að spá í þessu þegar fréttir stöðvar 2 sýndu viðtal við fjölskyldu frá Írak sem var á móti stríðinu.. hvort þau hefðu fengið þessa sömu athygli ef þau hefðu verið að styðja stríðið ? Eða bara af því þau voru á móti því og það SELUR MEIRA þar sem 80% íslendinga eru á móti stríðinu og jafnvel BNA hatarar.
Ég kynntist fyrir nokkrum mánuði einum strák sem nú er að verða einn af bestu vinum mínum. Hann fæddist í Írak og bjó þar í mörg ár og hann styður stríðið algjörlega, hann veit að Bandaríkin eru kannski ekkert alveg hreinskilin í þessu og kannski ekki að gera það út af réttu ástæðu en það breytir því ekki að hann telur það vera þess virði miða við hversu hræðilegur einræðisherra Saddam var.
Þá byjaði ég að spá í þessu hvort hann væri þá ekki bara frá sérstöku svæði í Írak sem var fyrir litlum áhrifum.. NEI NEI öll fjölskyldan hans býr í miðju BAGHDAD en hann átti heima þar… Það dó reyndar enginn úr fjölskyldu hans en samt var hún fyrir áhrifum peningaleysis, rafmagnsleysis og öll þessi vandamál sem hafa verið í gangi í Írak. En hann og fjölskylda hans telur það bara vera þess virði.
Auðvitað er fullt af fólki frá Írak sem er á móti stríðinu… en það er samt eins og það sé þannig að þeir sem eru á móti stríðinu fá meiri athygli fjölmiðla en þeir sem styðja stríðið.
Það er t.d. örugglega fullt af fólki í Baghdad sem styður innrásina en þau halda sig bara heima í stað þess að fara í göngur. Alveg eins og fólk sem styður stríðið á Íslandi eða í New York eru ekki að fara í göngur til þess að sýna stuðning við stríðið. Það þýðir ekki endilega að enginn geri það.. fólk bara vanalega situr frekar heima hjá sér sátt ef þau styðja eitthvað og fara út í göngur ef þau eru á móti því.
Allavega mín skoðun er sú að Stöð 2 hefði ekkert verið rosalega spennt fyrir því að sýna viðtöl við fólk frá Írak sem styðja aðgerðir Bandaríkjamanna.<br><br>________________________________________________________________________________________
<b>X-S</b> árið 2007 :)