Ég upplifi þjáningu fyrir framan sjónvarpsskerminn á hverju kvöldi vegna þeirra
1. Ekki-Keyra-Fullur-Forvarnarauglýsing VÍS: “Heppinn, heppinn, heppinn, heppinn, heppinn, heppinn, heppinn, heppinn, o.sv.fr.”
Dómur: Ein af þessum helv. auglýsingum sem tekur aldrei enda !! Ég froðufelli af óþolinmæði í sófanum hreinlega.
Liggur við að ég þurfi að detta í það til að skola þessa auglýsingu úr kollinum.
————————–
2. Breiðbandsauglýsing Símans: “Súkkulaðigaur & ljóshærð kvísa í anda sjónvarpsmarkaðsins”
Læðist að mér sá grunur að kvennmaður af auglýsingarstofu hér í bæ hafi komið með þessa hugmynd.
Plís, taktu mig frekar bakvið hús og lógaðu mér !!
Hver fær sér breiðbandð eftir að horfa á þetta ?!?
————————–
Auðmjúklega vona ég svo innilega að íslenskir auglýsendur spari mér sálfræðikostnað & almennan kostnað vegna geðhjálpar…og fari að bretta upp ermarnar og GERA ALMENNILEGAR AUGLÝSINGAR !!
…eins og t.d. Thule auglýsingarnar (bestu á Íslandi…so far) ;-)
“True words are never spoken”