Nú til dags er verið að ræða um svik og plott um “Seinni Persaflóastríðið” eða Írakstríðið eins og það er kallað í dag. En einn hlutur vekur undrun mína. Hvað er málið að vera tröða öllu illu á Anthony Blair. Ok, það er talið að hann hafi logið um nokkra hluti fyrir Írakstriðið og hafi blekkt þingið. En hvað með hinn aðilann, George W. Bush, af hverju er ekki verið að ásaka hann um lygar eða blekkingu. Ef þessir menn eru að halda einhverju leyndu, þá skal ekki bara benda á annan þeirra. Eru einhverjar sérstakar ástæður fyrir því að Blair sé einn undir sleggjunni, er þetta réttlátt?
Endilega komið með svör kæru hugarar.
Gullbert