Ein heitasta frétt vikunnar voru 8 ára gömul ummæli Björns Bjarnarsonar um her á Íslandi, sem voru matreidd af AP-fréttastofunni eins og um formlega og glænýja tillögu Björns við ríkisstjórnina væri að ræða. Greinar hafa sprottið upp og stjórnarandstæðingar loksins fengið eitthvað til að skrifa um. En hvað segir Björn við þessu?
"Í erindinu hafði ég nefnt þessar tölur [500-1000 manna her og allt að 21.000 manna varalið] og sagt, að þær væru meira en fræðilega raunhæfar, ef til dæmis væri tekið mið af áætlunum stjórnvalda í Lúxemborg. Í fréttinni voru orð mín ekki lengur vangaveltur um það, sem unnt væri, ef vilji væri fyrir hendi, þau voru orðin að tillögu, sem ég hafði lagt fyrir ríkisstjórnina sl. mánudag. Ég komst að þeirri niðurstöðu, að ég gæti ekki látið við það sitja, að í nafni AP hefði ég staðið þannig að málum. Ég hef aldrei lagt neina slíka tillögu fyrir ríkisstjórnina auk þess sem hún hittist ekki sl. mánudag og ég var raunar að leitast við að taka mér sumarfrí þann dag. Í samtali mínu við forstöðumann AP-skrifstofunnar í London að morgni fimmtudags bað hann mig afsökunar á þessum alvarlegu mistökum og lofaði að senda út leiðréttingu.“
<a href=”http://www.bjorn.is/pistlar/2003/07/26/nr/2509">http://www.bjorn.is/pistlar/2003/07/26/nr/2509</a>
8 ára gamlar fræðilegar vangaveltur Björns mega alveg takast með fyrirvara og stjórnarandstæðingar geta fundið sér gömul ummæli einhvers annars núna til að setja í ýkt samhengi.<br><br><a href=“mailto:geirag@hi.is”>geirag@hi.is</a