Jæja það kom að því að Flugleiðir þurfa að gjalda fyrir það að lækka markvisst verð á þeim flugleiðum sem að samkeppni ríkir á en ekki á öðrum. sjá nánar http://www.mbl.is/mm/frettir/show_framed_news?nid=10410 74&cid=1
En það sem að vekur athygli er að félagið er ekki sektað fyrir þetta athæfi heldur létu menn sér nægja að fella lækkunina úr gildi.
Hvernig getur verið í lagi að sekta búðir fyrir að setja ekki verðmiða á vörur sem út af fyrir sig er slæmt en hugsanlega óvilja verk, en ekki fyrir eitthvað sem að er klárlega gert af ráðnum hug og með það að markmiði að hamla samkeppni auk þess er þarna um að ræða eitthvað sem að fyrirtækið hefur leyft sér að stunda trekk í trekk þegar samkeppni er á markaði. Eru íslensk yfirvöld enn að taka á Flugleiðum með silkihönskum vegna þess að það er engin spurning að gegnum tíðina hafa Flugleiðir ekki veigrað sér við því að rukka íslendinga um yfirverð.
Auk þess er ljóst að Iceland Express hefur orðið af viðskiptum vegna þessa þannig að fyrst Fyrirtækið telst brotlegt hefði átt að sekta það.
Þetta er amk ekki miklar afleiðingar því að ferðamenn geta lítið annað en sætt sig við að fara áfram með Flugleiðum þær leiðir sem að ekki er hægt að velja um annað félag.