Nú er Ísland í 2.sæti yfir besta land til þess að búa í samkvæmt Sameinuðu Þjóðunum… en á sama tíma eru vörur dýrar hérna og er Ísland þriðja dýrasta land í heimi fyrir ferðamenn… (Hef sjálfur spjallað við ferðamenn sem þora varla að opna budduna og skoða bara náttúruna)
Spurning mín er… Myndi það ekki hafa jákvæð áhrif á ferðaiðnaðinn ef við myndum lækka verð á vörum eins og áfengi, mat og gistingu ?
Ef ég man rétt þá er ferðaiðnaðurinn þriðji stærsti iðnaðurinn á Íslandi og er að stækka hratt. Væri alveg hægt að gera þetta land hæfara fyrir ferðamann og stækka þennan iðnað hraðar og koma honum í 2.sæti :)
Að mínu mati mætti líka bara stækka marga iðnaði og prófa eitthvað nýtt eins og framleiða vetni. Bara ekki skemmtileg hugsun að einn daginn gæti eitthvað klikkað með fiskinn okkar góða og þá fer landið bara á hausinn :S<br><br>________________________________________________________________________________________
<b>X-S</b> árið 2007 :)