Það er ekki verið að heilaþvo neinn eða krafjast þess að nokkur maður gefi eina krónu, ef þú finnur það í hjarta þínu að þig langar til að gefa þá gefurðu ekki af því að einhver segjir þér að gefa, ég horfi oft á Omega og ég finn ekki fyrir neinni þörf að gefa þeim peningana mína. Það er staðreynd að Omega er rekinn á frjálsum framlögum og einhverjum smá auglýsingagróða. Það eru enginn áskriftargjöld tekinn og afskaplega fáir sem vilja auglýsa á þessari stöð og það er ekki ódýrt að reka sjónvarpsstöð og ef þú horfir á Ómega, finnst það góð stöð og efnið þar gott og vilt halda henni í loftinu þá að sjálfsögðu gefurðu pening. Ef þú gefur þá blessar Drottinn þig ríkulega, eins og stendur í Lúkasarguðsjalli 21 kafla :
Þá leit hann upp og sá auðmenn leggja gjafir sínar í fjárhirsluna. Hann sá og ekkju eina fátæka leggja þar tvo smápeninga. Þá sagði hann: ,,Ég segi yður með sanni, þessi fátæka ekkja gaf meira en allir hinir. Hinir allir lögðu í sjóðinn af allsnægtum sínum, en hún gaf af skorti sínum, alla björg sína.``
Ég trúi því og veit það vegna þess að ég hef upplifað það sjálfur og hef séð það gerast hjá mörgum að ef þú treystir Guði fyrir öllu lífi þínu og fjármálum þá sér hann manni alltaf fyrir því sem að maður þarf eins og stendur í Matteusarguðsjalli 6. kafla : "Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekka, né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. Er lífið ekki meira en fæðan og líkaminn meira en klæðin? Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim? Og hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn? Og hví eruð þér áhyggjufullir um klæði? Hyggið að liljum vallarins, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna. En ég segi yður: Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra.
Fyrst Guð skrýðir svo gras vallarins, sem í dag stendur, en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér trúlitlir! Segið því ekki áhyggjufullir: ,Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast?` Allt þetta stunda heiðingjarnir, og yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.
Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.
Kveðja
Postulinn.