Um daginn þegar ég var að horfa á sjónvarpið stillti ég á sjónvarpsstöðina Omega, bara svona af forvitni því ég er ekki mjög trúuð manneskja. Þar var maður (íslenskur) ég veit ekki hvað hann heitir, að halda ræðu um að fólk yrði að fara að gefa peninga til Omega því að guð hefði gefið þeim sjónvarpið og ef að fólk myndi ekki gefa pening til þeirra yrði Omega að hætta.
Meirihlutinn af fólkinu sem horfir á Omega á ekki mikinn pening, það er gamalt fólk, öryrkjar ( með fullri virðingu fyrir þessum þjóðfélagshópum) og fólk sem leitar í trúnna til að halda í vonina og horfir þess vegna á Omega. Mér fannst eins og einhver heilaþvottur ætti sér stað þarna, og þetta var bara óhugnalegt, þetta er svo mikil hræsni að kreista peninga út úr þeim sem að mest þurfa hann, svo að hvað? Að guð geti bjargað þeim? Fólkið þarna talar eins og það muni bjarga fólkinu og er að gefa þeim ákveðnar falsvonir, ef að þau eru svona gasalega góð ættu þau að leita að öðrum fjármögnunarleiðum svo að fólk sem annars myndi nota peninginn í mat eða t.d. lyf myndi ekki gefa hann.