Ég ætlaði bara að koma á framfæri minni skoðun á vinnuskólanum, ég var í unglingavinnunni öll sumrin sem mér var boðið það með einhvern smápening á tíman(sem var samt allt í lagi) en málið snýst ekki um launin, þau eru ágæt :D
Málið snýst um að þetta er enginn VINNUskóli, maður lærir ekkert annað en leti þarna, maður kemst upp með allt þarna getur rifist við yfirguttann og getur legið á jörðinni ekki gerandi neitt… þetta er fáránlegt og sérstaklega eftir að krakkar eru búnir að vera þarna kannski 3 sumur og þekkja ekki neitt annað þá halda þau kannski bara að allar vinnur séu svona auðveldar og auðvelt að vera með yfirgang.. en svo held ég nú síður. Þessi stofnun á að vera eitthvað gott, en það vantar allan agann í þetta prógramm annars er þetta bara letiskóli og krakkarnir læra að vera latir og sitja á rassgatinu starandi út í loftið í vinnunni. Já ætli ég geti nokkuð sagt meira um þetta… bara vinnuskóli reykjavíkur er letiskóli reykjavíku