Þið eruð semsagt fylgjandi forsjárhyggju af háu tagi og teljið að fólk á Huga sé ekki nógu gáfað til að vega og meta það sjálfir sem þeir lesa ?
Jæja en burt séð frá því, þá finnst mér rök bæði þín og erevera á móti samsæriskenningum vera enn meiri ástæða til að hafa sér áhugamál hér með því.
Því þá eru samsæriskenningarnar þar á skýrum og afmörkuðum stað merktar sem samsæriskenning og því augljóst mála að hún er ekkert annað.
Auk þess get ég ekki séð að það skaði nokkurn mann að lesa samsæriskenningar eins og þá að við höfum aldrei lent á tunglinu, eða að það séu til geimverur á jörðinni eða að Iluminate sé til í alvöru.
Þetta eru bara skemmtilegar pælingar sem hægt er að leggja fyrir fullt af rökum en ekki nægilegum til að sanna !
Og þessvegan eru þetta og verða aldrei meira en samsæriskenningar.
Lygar er ekki sami hluturinn og samsæriskenning því í samsæriskenningu segir maður að maður telji að eitthvað sé einhvernvegin og leggur fyrir því einhver rök…. kanski ekki góð, kanski meira að segja léleg… en þetta er bara KENNING eins og nafnið segir og því langt því frá að hafa nokkuð með lygar að gera.
Lygir er þegar maður segir að eitthvað SÉ einhvernveginn án þess að hafa fyrir því nein rök og vitandi að það sé rangt.
Hér á Huga er heill heillingur af samsæriskenningum og lygum, á að stroka það allt saman út ?
Ég held ekki !
Nú svo ég segi aftur ef þið hafið svona miklar áhyggjur af þessu þá ætti að vera betra að samæriskenningar væru á sér stað og auðmerktar en ekki innan um allt hitt dótið.
En þið viljið það kanski frekar ?<br><br>______________________________________
Kíkið á Hugasíðuna mína :
<a href="
http://kasmir.hugi.is/Lyssia">
http://kasmir.hugi.is/Lyssia</a>
______________________________________
<font color=“#800000”>
The ideals which have always shown before me
and filled me with the joy of living are :
goodness, beauty and truth.
-Albert Einstein
</font>
______________________________________