Hey, NEWS FLASH! Við lifum í fasistaríki!
Það er allt bannað hérna. Hafið þið reynt að keyra jafnvel bara einn dag í umferðinni án þess að brjóta nokkra tugi umferðarlaga? Hafið þið einhvern tíma farið niður í bæ og skemmt ykkur án þess að brjóta nokkra tugi laga?
Það er allt bannað hérna. Eina ástæðan fyrir því að fólkið verður ekki fyrir barðinu á því er að lögreglan er stundum í góðu skapi, og er sem betur fer fámenn miðað við núverandi lagaumhverfi.
Þett'er bara enn eitt dæmið um ríkisstjórnina að hafa vit fyrir þegnunum.
Lögreglumenn hafa líka ekkert að gera vegna þess að í fyrsta lagi vita þeir ekkert og kunna ekkert (ég gæti nefnt mörg dæmi), og þeir eru undirlaunaðir og undirþjálfaðir svo að það fer voðalega lítið af sómafólki í lögregluna, þó að það sé reyndar merkilega mikið af mjög góðu fólki þar.
Byrjunin er að efla lögregluna, eða að gera þetta lagaumhverfi svo það henti hverfulu fólki. Íslendingar virðast ÞYKJAST vilja lifa í Útópíu, en gera ekkert til þess að standa að því.
Nema notlega að handtaka fólk fyrir ölvun á almannafæri, fyrir að keyra á 80 á Sæbrautinni og að vinna á hvíldardegi.<br><br>Friður.
Helgi Hrafn Gunnarsson
helgi@binary.is