Ég veit að þetta verður ekki vinsælt svar hjá mörgum af yngri kynslóðinni, en reynið að sjá þetta með augum annarra
SEMSAGT…
Mín skoðun er að það eigi að lengja skólaárið, til jafns við það sem þekkist annarstaðar í heiminu.
Á sama máta finnst mér að það eigi að hækka skólaskylduna í 18 ár, enda er maður ekki orðinn lögráða fyrr en þá, og að maður ljúki stúdentsprófi 18 ára líka.
Þetta með langa sumarfrí skólafólks/barna á Íslandi er mjög svo úreld hefð sem kom fyrst og fremst af því að skólanum þurfti að ljúka fyrir sauðburð og svo slátt og ekki byrja fyrr en eftir réttir á haustin, því allir hjálpuðust að við þetta.
Þessi löngu sumarfrí eru hryllingur fyrir foreldra, sem þurfa að borga stórfé í gæslu eða tómstundir fyrir yngstu börnin og því miður þá hafa ekki allir þennan pening aflögu svo fullt af börnum gerast lyklabörn langt fyrir aldur fram.
Því það eru engar ömmur heimavinnandi lengur að passa barnabörnin eins og í gamla daga. Þær eru allar orðnar vinnualkar og framapotarar sem vinna 12 tíma á dag og eru svo merkilegar að þær komast ekki einu sinni í sumarfrí :-)
(tala hér af eigin reynslu af ömmum barnanna minna)
Unglingarnir fá fæstir vinnu, nema með heppni og klíkuskap og eru því bara ráfandi um göturnar að brjálast úr eirðarleisi og við vitum öll að það er ekki gott mál að vera að farast úr eirðarleysi, þá er aldrei að vita hvaða vandræðimaður kemur sér í.
Auk þess hefur mikið verið rætt um að við séum langt á eftir þeim löndum sem við berum okkur saman við í menntunarmálum, svo ég held að það mætti alveg gefa sér meiri tíma í námið.
———-
Hitt er svo annað mál að ég tel líka að það mætti endurhugsa kennsluhætti hér algjörlega. Það er alltof lítið um svoan “öðruvísi” kennslu eða nám. Það má vel gera meira af ferðalaögum, læra framsögn og leiklist og þessháttar atriði.
Krakkar á Íslandi eiga víst rosalega erfitt með að standa upp og halda ræður og vera góðir í mannlegum samskiptum. Þetta hefur með skólakerfið að gera, því þar má gera mikið meira í því að láta krakka vinna saman að skemmtilegum verkefnum og standa fyrir framan fólk og allt það.
Þetta er víst bara eðlilegur hluti af náminu í BNA og þar byrja krakkar að segja sögur og tala fyrir framan bekkinn strax í 1.bekk og finnst þetta ekkert mál þegar skólaskyldu líkur.
Þetta er bara 1 punktur en svo er margt annað sem mætti vera betra, tölvukennsla, fjármál, almenn lögfræði svo eitthvað sé nefnt.
En löngu sumarfríin eru hræðilegt vandamál fyrir flesta íslendinga og kominn tími til að hætta þeim !<br><br>______________________________________
Kíkið á Hugasíðuna mína :
<a href="
http://kasmir.hugi.is/Lyssia">
http://kasmir.hugi.is/Lyssia</a>
______________________________________
<font color=“#800000”>
The ideals which have always shown before me
and filled me with the joy of living are :
goodness, beauty and truth.
-Albert Einstein
</font>
______________________________________