Ég skil ekki hvað núverandi ríkisstjórn er að pæla að lengja skólaár, þá aðallega hjá grunnskólakrökkum…

Ég hef alltaf verið stoltur af því að íslendingar fái langt sumarfrí, enda er hægt að læra margt meira í lífinu en bara það sem er kennt í bókum í kennslustofu, t.d. með samskipti við fólk og sumarvinnu :o)

Það ætti ekki að neyða neinn krakka til þess að vera í skóla í júní! Það eru allir orðnir þreyttir á námi strax í byrjun maí og bíða spenntir eftir að komast út og anda að sér loftinu ;)

Sumarfrí ætti ekki að vera styttra en 3 mánuðir… þeir fáu sem að sætta sig ekki við það geta bara farið í sumarskóla!<br><br>________________________________________________________________________________________

Tækifærið er núna! <b>Samfylkingin</