Illska Pinochets er semsagt bara 1,2% af illsku Pol Pots? Ég meina ertu heimskur? Er það virkilega minna fólskuverk að drepa 20.000 manneskjur en 1.700.000? Osama Bin Laden er þá væntanlega bara einn sjöundi af Pinochet hvað illsku varðar og Timothy MacVeigh er bara smásíli í þessum hópi og getur ekki varla talist almennilegur drulluhali þar sem hann drap ekki nema 168 manns og er því aðeins 0,0099% illmenni miðað við hann Pol. Samt var það nú Tim sem var tekinn af lífi í beinni útsendingu en Pol fékk að deyja gamall maður í rúmi sínu eftir vel heppnað ævistarf. Eigum við bara ekki, minn kæri Nuff, að sameinast um það að fordæma hvert það tilvik sem saklaus manneskja hefur fallið í valinn til þess að þjóna einhverjum fjandans málstaðnum? Hvort sem það var í hreinsunum Stalíns, menningarbyltingum Maós, gasklefum Hitlers eða jihödum Talebana! Og við skulum einnig sameinast um það að halda áfram að fordæma sóun mannslífa í nútímanum því að enn eru menn að drepa fyrir sína fjandans málstaði. Þótt furðulegt sé eru enn í gangi Jihöd og á stöku stað má jafnvel finna mini Sovétríki þar sem menningarbyltingin stendur enn og svo eru líka víða um heim valdhafar sem drepa ekki fyrir trúarlegar eða hugmyndafræðilegar hugsjónir heldur vegna þeirrar göfugu hugsjónar að halda völdum hvað sem það kostar. Mikið böl fyrir mannkyn sem aldrei á að líðast og verður að uppræta!<br><br>-Ég veit allt best, ef þú ert ósammála mér þá ert þú vangefinn.-
如果你不同意我, 你是减速