如果你不同意我, 你是减速
Könnun
Það er alltaf hægt að nöldra yfir þessum könnunum, núna er til dæmis ein illa gerð sem spyr hvort að Íslendingar eigi að ganga úr NATO. Möguleikarnir eru: “veit ekki”, “Nei, það er mikið öryggi að vera í því” og “Já, Bush er að ná að breyta þessu í árásarbandalag.” Ef að tilgangurinn með könnuninni var að fá einhverja marktæka niðurstöðu þá er þeim tilgangi ekki náð. Ef ég er þeirrar skoðunnar að Íslendingar eigi að vera meðilimir í NATO þá er alls ekki víst að ég sé sammála viðhangandi setningu um öryggið. Kannski er ég fylgjandi vegna þess að ég tel varnarsamstarf vestrænna ríkja mikilvægt burtséð frá því hvort að við hér á þessu skeri séum örugg eða ekki. Sömuleiðis ef að ég væri á móti NATO aðild Íslands þá þarf það ekki að vera vegna þess að mér finnist Bush vera að breyta þessu í árásarbandalag, kannski hef ég ávallt verið andvígur NATO aðild óháð því hver er forseti Bandaríkjanna, kannski er það grundvallarskoðun mín að Íslendingar eigi að vera hlutlaus og herlaus þjóð og ekki bundin í hernaðarbandalagi. Hvort sem ég er fylgjandi eða andvígur þá eru þessir möguleikar illa fram settir og valda því að stór hluti fólks þarf að velja einhvern möguleika sem það samþykkir í raun ekki 100% og það er ekki gott.<br><br>-Ég veit allt best, ef þú ert ósammála mér þá ert þú vangefinn.-