Það hefur verið spjallað svolítið mikið um kommúnisma og sósíalisma hérna á deiglunni uppá síðkastið. Ef þið viljið hitta alvöru kommúnista þá er Kommúnistabandalagið og Ungir Sósíalistar með “fræðsluhelgi” 31 maí - 1 júní.

—————-

Velkomin á fræðsluhelgi í boði Kommúnistabandalagsins og Ungra sósíalista, í
Reykjavík 31. maí-1. júní:

Dagskrá:

Laugardag 31. maí, í MÍR-salnum, Vatnsstíg 10:

14.30-16.00: Hvað felst í stefnu ríkisstjórnarinnar fyrir vinnandi fólk?
· Ríkisvaldið undirbýr skattalækkanir og einkavæðingu sem verkafólk mun
gjalda fyrir, svo fleiri meðal okkar munu bætast í hóp svonefndra “fátækra”
· Róttækar breytingar í landbúnaði munu bitna á bændum
· Vinnandi fólk þarf að verja hagsmuni sína og samstöðu
Erindi og umræður

17.00-18.30 Látið Íran vera! - Hvers vegna Bandaríkin og Bretland miða á
Íran
Í kjölfar stríðsins í Írak:
· Evrópa og Ameríka: sigurvegarinn hirðir afraksturinn
· Stjórnmálaþróun í Íran og í löndunum við Kaspíahaf; arfleifð
byltingarinnar í Íran 1979 er enn þrándur í götu heimsvaldasinna
· Pathfinderbækur og uppbygging alþjóðlegrar kommúnistahreyfingar
Tony Hunt, leiðtogi í Kommúnistabandalaginu í Bretlandi sem er nýkominn frá
Íran, heldur erindi.

19.00 Matur

Sunnudag 1. júní í Pathfinder-bóksölunni, Skólavörðustíg 6 b, bakvið:

10.30-12.00 Ungt fólk, kommúnistahreyfingin og baráttan gegn
heimsvaldastefnunni - Fræðsluerindi, byggt á kaflanum ‘Youth and the
Communist Movement’ úr bókinni Capitalism's World Disorder eftir Jack
Barnes.

13.00-14.30 Fundur ungra sósíalista, opinn öllu ungu fólki sem tekur þátt í
fræðsluhelginni.

Ráðstefnugjald á laugardag er kr.1.000, en kr. 300 fyrir námsmenn og
atvinnulausa<br><br>–krizzi–

“E pur si muove”
-Galileo Galilei
N/A