En fáránleg frétt kom nú um daginn að stigatölunar í Eurovison væru ekki byggðar á sönghæfileikum eða dansi keppenda heldur hvar þjóðirnar stóðu í málunum vegna Íraks.
Er þetta ekki að verða af of miklu máli. Nú eftir að stríðið er búið þá er að brjótast út einhver sálfræðilegt stríð milli þjóða. Ekki bara ágískuninn um Eurovison en hvernig mál standa t.d. milli Bandaríkjanna og Frakka. Ég var að horfa á Jay Leno um daginn og þegar það var gert grín af Frakklandi, og þetta var ekki í fyrsta sinn, þá fagna allir og æpa. Þetta gerir mig verulega pirraðan þar sem mig finnst bara vera vanhugsun í Könunum. Eins og bara eftir þetta þá eru þeir búinn að gleyma að Frakkar voru einn lykillinn að frelsun “bænda” í Bandaríkjunum, þ.e.a.s. að vinna stríð sitt við Breta.
Af hverju geta þjóðir og fólk ekki bara ýtt þessum úrhelltu deilum til hliðar. Stríðinu lauk á skömmum tíma og því sem fólk er búinn að bíða lengi eftir er nú loksins búið, að frelsa innlokað fólk Íraks og tryggja öryggi fyrir alskonar árásum. (Og olín væri ekkert betri í höndum Saddams en SÞ, þó að mér skilst að hún sé einn af lykilpörtum í uppyggingu Íraks)
En ég veit samt að þessi sálfræðis baráta milli landana munu ekki brátt líða yfir. Það á eftir að líða tíma þar til allar þjóðirnar gefast upp á þessu.