Ég er algjörlega á móti því að það sé verið að verðlauna fólk fyrir það að hafa sérstakar gáfur eins og t.d. í stærðfræði. Núna þekki ég t.d. mörg fólk sem að eru mjög gáfuð í umræðum um málefni eins og stríð og annað, en eru kannski bara að fá 5 í einkunn á stærðfræðiprófum. Það er náttúrulega mjög erfitt að dæma hver sé gáfaður og hver ekki, próf og jafnvel greindarvísispróf dæma ekki algjörlega rétt um það enda er það samið af öðrum einstaklingi en sá sem tekur það!
Ég er að spá í að mæta í stærðfræðikeppnir í bol sem að stendur á “Manneskja en ekki reiknivél”
Eða kannski að fara í söngvakeppnir eins og Eurovision í bol sem að stendur á “Manneskja en ekki hljóðfæri”
Ath. að með þessari grein er verið að gera grín að feministum sem að hafa farið út í öfga með baráttu sína gegn fegurðarsamkeppnum.