Ég veit að flestir á Huga eru strákar en ef stór hluti þeirra er á þeirri skoðun að femínismi sé rugl og þvæla get ég ekki annað en lýst yfir megnri forundran.
Femínisma er hægt að skilgreina á marga vegu, bæði sem undirgrein jafnréttishyggju og sem jafngildi hennar, og ýmislegt þar inn á milli.
Þið sem sögðuð að femínismi sé rugl og þvæla ættuð að skammast ykkar, ég geri ráð fyrir að flestir ykkar eigi systur og vilji að hún sé metin nákvæmlega jafnt á við bekkjarfélaga sína.
Þeir sem halda að feministar séu ekkert annað en hormónasteiktar lesbíur með hár undir handarkrikunum eru svo spilltir af staðalímyndum að þeir gera sér ekki grein fyrir að steríótýpum bregður aðeins oftast fyrir vegna þess að þær eru fyndnastar, ekki algengastar.
Femínistar vilja ekki heimsyfirráð kvenna, heldur jafnrétti manna.
Hugsið um það þegar þið kyssið móður ykkar góða nótt.<br><br><b>-Have you ever heard of the Emancipation Proclamation?-
-<font color=“white”>I don´t listen to hip-hop!</font>-</