Sæl veriði.
Nú þegar stigakerfinu hefur verið breytt þannig að maður fær ekki stig fyrir að gera ekki neitt, þá finnst mér að það ætti að taka „önnur stig“ allra notenda frá þeim. Þannig verða stigin í réttara hlutfalli við virkni en núverandi ástand.
Fyrir þá sem skilja ekki hvað ég meina:
Ég er með 282 stig og af þeim eru 106 flokkuð sem „önnur stig“, sem ég fékk þá fyrir innskráningu áður en kerfinu var breytt. Ef þau eru fjarlægð sést minn raunverulegi stigafjöldi, þ.e. virkni, ekki dugnaður við innskráningu.
Bara hugmynd.
kv.
miles.