Það má deila um það hvað er við hæfi í svona myndbirtingum, amerískir fjölmiðlar eru gagnrýndir fyrir pempíuhátt í þessum efnum en þeirra fréttir einkennast mest af því að sýna stríð sem einhvern hátæknitölvuleik þar sem enginn meiðir sig og engar mæður syrgja börnin sín. Á hinum endanum eru svo stöðvar eins og Al-Jazeera sem skilja ekkert eftir óbirt, sundurtætt lík allan sólarhringinn og kalla það sannleika. Báðir endar eru að mínu mati dálítið öfgakenndir. Engin frétt verður sannari við það að birta með myndir af gori og ógeði. Á herðum fjölmiðlanna hvílir sú ábyrgð bæði að sýna látnu fólki sem og aðstandendum þeirra tilhlýðilega virðingu og einnig að sýna áhorfendum heima í stofu lágmarkstillitsemi, sumir eru viðkvæmari fyrir en aðrir og svo eru börn líka að horfa hvað sem líður öllum viðvörunum. Svo skulum við líka hafa í huga að aldrei nokkurn tíman yrðu birtar fréttamyndir af Íslendingum sem látið hefðu lífið við vofveiflegar aðstæður og ég skil ekki alveg af hverju annað ætti að gilda um annað fólk, jafnvel þó að það sé langt í burtu frá Íslands ströndum.
En á hinn bóginn þá getum við varla komist hjá því að sýna hlutina eins og þeir eru ef við ætlum að birta raunsæa mynd af afleiðingum stríðs. Fyrir mörgum árum var tekin ljósmynd sem fór í kringum hnöttinn og vakti athygli allra sem litu hana augum, á þeirri mynd var örvæntingarfull móðir sem hélt á deyjandi barni sínu, þessi mynd vakti skiljanlega mikla reiði hjá fólki útum allan heim og átti þátt í því að hundruð þúsunda manna fóru útá götur til þess að mótmæla stríðinu. Síðan þetta var hafa þúsundir álíka mynda verið teknar, þær hafa orðið sífellt aðgengilegri og í dag kemst maður varla hjá því að sjá svona myndir í hvert sinn sem kveikt er á fréttum en að sama skapi er eins og fólk sé orðið ónæmara fyrir þeim. Það er sjálfsagt ekki auðvelt mál að taka ákvörðun um það hvenær er rétt að birta myndir og hvenær ekki en ég held að íslenskir fjölmiðlamenn ættu að vera óhræddir við það að klippa meira út úr þessu myndefni sem þeir fá sent frá Reuters þegar þeim finnst það ekki vera ómissandi.<br><br>-Ég veit allt best, ef þú ert ósammála mér þá ert þú vangefinn.-
如果你不同意我, 你是减速