Ef D listinn nær að selja allar eigur ríkisins á næstu árum og minka alla skatta, hvernig hafa þeir þá hugsað um að ríkissjóður fái tekjur? Það er óþarfi að ríkið eigi allt en að einkavæða þetta allt er komið út í övgar hjá sjálfstæðismönnum.
Í stað þess að hagnaður þessara fyritækja fari í hendur landsmanna í framkvæmdum ríkisins þá mun hann fara í hendur örfárra sem hafa þegar of mikinn pening. ísland getur aldrei orðið þetta fyrirmyndar land sem íslendingar hafa talað um í áraraðir ef t.d. öll sjúkrahús verða einkarekin og samkeppni í skólum, hér þar sem allir hafa átt rétt á menntun Það eru ekki allir fæddir inn í ríkar fjölskyldur svo afhverju að víkka bilið. Draumalandið þar sem allir hafa tækifæri, þar sem það er ekki allt að sprynga úr stéttaskiptingu