Halldór kallinn
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, segist þess enn fullviss að gereyðingarvopn eigi eftir að finnast í Írak. Hvað ætlar þetta helvítis fífl að gera ef svo verður að þau finnst ekki ? Hvernig ætlar hann að réttlæta það að við vorum á lista þeirra þjóða sem studdu BNA í innrásinni vegna þessara gereyðingavopna, sem virðast ekki vera til staðar ? Ætlar hann að segja okkur að hann hafi gert þetta fyrir Íröksku þjóðina ? Nei, það var ekki ástæðan, þetta var baráttan gegn Terroristum. En segjum sem svo að hann myndi segja að hann hefði gert þetta fyrir Íraka ? Það dóu næstum jafn margt saklaust írakskt fólk og íraksir hermenn. Margfallt margfallt margfallt fleiri saklausir borgarar dóu en hermenn bna og breta… Auk þess sem þjóðin lítur ekki á þetta eins og þeim hafi verið bjargað, var þeim bjargað ? Er það ekki þjóðin sjálf sem sýnir það hvort henni hafi verið “bjargað” eða ekki ? Þetta stríð var flopp, halldór er floppari, davíð er floppari og BNA er flopp…