Eitt af því fáranlegasta núna þetta vor í alþingiskosningum er auglýsingaherferð Samfylkingarinnar. Hún byggist öll á 2 hlutum annað hvort að það hafa bara verið kallar í forsætisráðherra stóli frá byrjun og það sé komin tími til að fá konu eða að það sé komin tími til að skipta um stjórn sem situr við völdin hér á landinu af því sú stjórn er búin að vera í 16 ár ef Sjálfstæðisflokkurinn verður kosin aftur í vor. Ég meina come on er það virkilega ástæða að skipta um stjórn afþví hún er búin að vera þarna svona lengi, skiptir ekki máli að hún situr þarna ennþá afþví fólki hefur líkað best við stefnu þeirra og kosið hana þess vegna. Og þetta með Ingibjörgu Sólrúnu finnst ykkur virkilega góð ástæða að kjósa hana forsætisráðherra bara afþví hún er kona en enginn annar hefur verið kona sem sitið hefur við þessi völd. Ég hef ekki séð neina auglýsingu hjá Samfylkingunni þar sem þau eru virkilega að segja hvað þau ætla gera og betrum bæta þetta byggist allt á því að þá á að fá einhvað nýtt inn. Sjálfum finnst mér þetta fáranleg aðferð til að næla sér í atkvæði fyrir flokkin sinn.
Flame afþakkað….<br><br><b>Irc:</b> Lundinn
<b>Nafn:</b> Steini
<b>Msn:</b> steinistoned@hotmail.com
<b>Mail:</b> <a href=“mailto:lundin@simnet.is”>lundin@simnet.is </a>
There are no stupid questions, just stupid people