<A href="
Siðmenning er í eðli sínu frelsishaft
Á einstaklingur að hafa rétt til að gera það sem hann vill nema að hann byrji að skaða aðra? Nei, það er barnalegt. Einstaklingur á ekki sífellt að öskra “hvar er frelsið mitt?” án þess að spyrja “hverjar eru skyldur mínar í þágu samfélagsins?”. Það eru náttúrulega til einstaklingar sem ekki geta sett sig í spor annarra, þeir átta sig ekki á að á augnabliki þá getur heimur þeirra breyst, þeir geta færst úr hópnum sem kvartar yfir því að hjálpa yfir í hópinn sem þarf á hjálp að halda.