Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að nú erum við Íslendingar ásamt öðrum þjóðum í stríði við Írak. Það líður ekki sá dagur að umræður um þetta stríð nái til eyrna okkar. Ég ætlaði mér að skrifa þessa grein fyrir löngu síðan en hef ekki haft tíma til þess, en ég dreif mig þó í það.
Þrátt fyrir lítinn stuðning og mótmæli íslensku þjóðarinnar tók íslenska ríkisstjórnin þá ákvörðun að styðja árásarstríð við Írak. Sú ákvörðun var tekinn án þess að spyrja kóng né prest. Hún Sigríður Anna, sem við ættum öll að kannast við, kom í Kastljósið fyrir þónokkru síðan og svaraði fyrir sig. Það má til gamans geta að samkvæmt lögum á að bera allar mikilvægar utanríkisákvarðanir undir Alþingi, en einhverra hluta vegna var það ekki gert í þetta skipti. Og svörin sem Sigríður gaf voru ekki uppá marga fiska, hún sagði að þetta “hafi ekki verið stefnubreyting og þess vegna var ekki nauðsynlegt að bera þetta undir Alþingi”. Þetta finnst mér lélegt svar. Ég ætla að rökstyðja þá ályktun með dæmi: Bandaríkin ákveða upp úr þurru að hefja kjarnorkustríð gegn Norðmönnum og Svíum. Ef við myndum styðja þær aðgerðir þá væri það ekki stefnubreyting, en þó yrði það mikilvæg utanríkisákvörðun, rétt eins og ákvörðunin um stríðið í Írak. Ég verð nú bara að segja að mér finnst þetta allt saman til skammar, og mér finnst stundum eins og ríkisstjórninni sé dáldið að fela þetta allt saman. Og svo spyr ég, eru þessir menn/konur þeir sem ég vil að “representi” íslensku þjóðina?
Svar mitt er allaveganna nei.