bloggmenningin hefur heldur betur tröllriðið íslenskri menningu! það er nú orðið svo að mikill hluti lýðsins jafnt sem ráðamanna blogga dag hvern, til að létta á hjarta sínu.
Bloggin eru misjöfn eins og þau eru mörg, og hafa sumir meikað ða. Aðrir gætu hins vegar alveg eins verið að skrifa í dagbækur, því enginn nennir að lesa skrif þeirra! haltukjafti.blogspot.com (sem búið er að leggja niður víst) er gott dæmi um hversu gríðar skemmtilegt og hárbeitt vopn, blogg getur verið! sjálfur blogga ég á http://doktorsindri.blogspot.com og hef gaman að! en mér þætti gaman að vita ef þið þekkið önnur góð blogg sem vert er að skoða dag frá degi!
kv. dr.Sindri