Það var allt saman lygi.
Írak átti að eiga atóm- eitur- og sýklavopn.
Írak var sagt vera í beinum tengslum við alþjóðlega hryðjuverkamenn og Miðausturlönd væru í stöðugri hættu vegna hers landsins.
Lygi og aftur lygi.
Jafnvel þó einhverjar gamlar byrgðir af eitri eigi eftir að finnast í Írak þá eru þeir búnir að sanna að þeir ætluðu ekki að nota þær, því ef ekki þegar innrás er gerð í landið, hvenær þá?
Hitt er hins vegar satt að löng halarófa “sérfræðinga” sem daglega mælti með styrjöld á SKY (Fox), CNN og víðar þjónuðu fleirum en einum herra og komu til með að græða á eyðileggingunni. George Shultz, fyrrum utanríkisráðherra, prédikaði inn rás reglulega á CNN, SKY og víðar. Hann gleymdi að geta þess að hann vinnur núna fyrir risafyrirtækið Bechtel Group sem verður sennilega stærsti verktakinn í Írak. Jack Sheehan, fyrrum yfirhershöfðingi landgönguliðsins, prédikaði sömu bæn í fjölmiðlum, en hann vinnur núna fyrir Bechtel.
Samkvæmt New York Times 10. apríl þá er einn helsti ráðgjafi BNA-stjórnar í hermálum 30 manna hópur sem kallar sig Defence Policy Group. Níu meðlimir hennar starfa hjá fyrirtækjum sem fengu 76 milljarða dollara samninga við herinn 2001 og 2002. Nú margfaldast þessi upphæð þegar gamli leikurinn er endurtekinn. Skattgreiðendur verða að endurnýja sprengjuforðann (tugþúsundir og sumar kosta milljón dollara stykkið) og byggja upp allt sem þær eyddu. Nokkrir baktjaldamenn hlægja “all the way to the bank”. Og svo er að byrja að skipuleggja næsta fyrirbyggjandi stríð …