Vil gera athugasemdir við ritstjórn dægurmála. Það á ekki að hleypa augljósum trollum í gegnum ritskoðun. Á netinu gilda ákveðnir siðir og troll er eitt af því sem ekki er liðið.
Og hvað er troll, jú það eru umræðuþrjótar sem koma af stað uppþotum á umræðuvefum með því að koma af stað ómálefnalegum umræðum sem hafa ekkert annað á bakvið sig en að vera skítkast í stóra hóp þátttakenda umræðuhópanna. Slík skrif eru auðþekkjanleg, eins og það er auðþekkjanlegt þegar einhver er að stofna til illinda og slagsmála á skemmtistað. Sem hverjir aðrir dyraverðir þá er það hlutverk umsjónarmanna áhugamála Huga að koma í veg fyrir að svona friðarspillar fái að koma af stað illindum.
Vona að umsjónarmenn sjái sóma sinn í því að koma í veg fyrir Troll.
M.