Jæja núna eru Bandaríkjamenn búnir að hertaka Írak að nær öllu leiti og umræðan um uppbyggingu Íraks kominn upp.
En hvað tekur við þegar að Bandaríkjamenn eru búnir með Írak og láta SÞ um restina,eins og þeir eru búnir að segja?
Ætli Bush og Blair ætli að ráðast á N-Kóreu.
Norður-Kóreu menn eru búnir að gefa í skyn og eru byrjaðir að framleiða kjarnavopn og eru að ógna Japönum með því að skjóta flaugum yfir Japan.
Kínverjar komu í veg fyrir að Bandaríkajmenn myndu koma með yfirlýsingu um að fordæma stefnu N-Kóreu í öryggisráði Sameinuðuþjóðnna á fundi í gær.Japanir eru búnir að gefa það út að þeir ætli ekki að lýða það að N-Kóreumenn séu að gera tilraunir með flugskeyti á þeirra svæði.
Á morgunn verður nýr fundur um málefni N-Kóreu í öryggisráði SÞ og fróðlegt verður að vita hvað kemur út því.
En stóra spurningin er hvort að Bush ætli sér að ráðast á N-Kóreu eins og Írak og ef að hann gerir það hvort að Blair standi með honum í því.Persónulega held ég að það hafi alltaf staðið meiri ógn af N-Kóreu en Írak og ég held að Bandaríkjamenn eigi eftir að ráðast í N-Kóreu innan 2 ára.