Þið voruð þó nokkuð margir(fyrir stríð)
Fylgist þið nú vel með hvernig almenningur í Írak tekur falli Saddam.
Fylgist með myndum af pyntingarklefunum.
Frásögum þolenda að þeim pyntingum og hvernig heilli þjóð var haldið í járngreipum óttans í marga áratugi.
Berið svo Írak(á tíma Saddam) saman við það frjálsræði sem þið hafið, það tjáningafrelsi sem þið njótið. Vonandi að þið kunnið að meta það að verðleikum.
Þið hallmælið vestrænum gildum og hefjið harðstjórn í fjarlægu landi til skýjanna.
Og af nógu er að taka þar.
Nú síðast(í vikunni) voru andstæðingar Castro fangelsaðir. Dæmdir í 20 ára fangavist. Fyrir að vilja einföld MANNRÉTTINDI.
ENGINN ykkar hefur minnst orði á það.En eruð samt uppfullir af
'frelsisskerðingu' Ashcroft í BNA.
Þið dæmið ykkur sjálfir með eigin einhliða málflutningi.
Leitið með logandi ljósi að flís í auga einhvers andstæðings ykkar,en sjáið ekki bjálkana í ykkar eigin augum.
Það er allt gott og blessað við að hafa skoðun á málunum.
Og að viðra hana á opinberum vettvangi. Sbr. hér á Huga.
<br><br>All is well as ends Better. The Gaffer.
All is well as ends Better. The Gaffer.