“Kani”= afar víðtækt hugtak sem nær yfir milljónir mjög ólíkra einstaklinga frá öllum löndum heims líklega, án einnar einustu undantekningar.
Mætti alveg eins kalla sig bara almennan mannhatara og kanahatara, þar sem Kanar innihalda flesta hópa mannkynsins.
Bandarísk menning = eitthvað sem fólk heldur að það viti allt um afþví að það hefur horft á Hollywood myndir og hlustað á popptónlist, en er í reynd margþætt og flókið fyrirbæri, og um “fjölmenningu” að ræða…og mismunandi menningu eftir stað, fylkjum, hóp og svo framvegis….
Frá Ameríku hefur svo margt ólíkt merkilegra en þessi músík og myndir sem flestir þekkja komið, af ýmsu tagi…og er Ameríka í raun orðin miðstöð hins og þessa í dag…
“Kanahatari” = einstaklega undarlegt orð og óljóst við hvað er átt, opinberar fáfræði og þröngsýni þess sem kallar sig þessu orði….eða sýnir á annan hátt sérstakt “kanahatur”…sem er allt annað en vera í nöp við einhverja ákveðna menn innan þingsins, eða ákvarðanir ríkisstjórnarninnar þar, nú eða vera ekki neitt alltof hrifinn af öllum þáttum menningar, allra staða og allra hópa BNA, eða öll sem hið vægast sagt óljósa hugtak “bandarískt” felur í sér…
Þjóðir= huglæg uppfinning hvort sem þær heita USA, Ísland eða Pakistan, sem menn ráða hvort þeir trúa á líkt og Guð eða ástina eða eitthvað annað…Hafa visst menningarlegt gildi fyrir mörgum, en eru ekki til sem vísindalegar staðreyndir.