Ég er ekki á móti öllum í USA, ég er bara á móti þessum útvöldu fíflum sem að verða öllu fólkinu þar til háborinar skammar. Ég skal nefna nokkur dæmi.
1. Þingmaður nokkur í BNA lét breyta nafninu á frönskum kartöflum í mötuneytinu hjá þinginu þar í landi úr ,,French fries´´ yfir í ,,Freedom fries´´ eftir að Frakkar neituðu að skrifa upp á Íraksárás.
2. Maður kærði nágranna sinn eftir að hundur nágrannans beit hann. Ástæðan fyrir að hundurinn beit manninn var að hann var að skjóta á hundinn með loftrifli.
3. Allt fólkið sem að kærði McDonalds fyrir að það hefði orðið feitt af því að borða á McDonalds.
4. Bush hefur svo auðvitað sýnt það og sannað rækilega hvað hann er mikið fífl. Má sem dæmi nefna áætlanir hans um að leggja viðskiptabann á Þýskaland fyrir að skrifa ekki upp á Íraksárá
5. BNA menn að vera fúlir út í Frakka og segja að Frakkar skuldi þeim eftir seinni heimstyrjöld. Það er sannað að BNA væri ekki til ef ekki hefði verið fyrir Frakkland.
Aðaltilgangurinn með þessari grein er nú samt að reyna að skapa umræður. Hver nákvæmlega er þín skoðun á Bandaríkjamönnum.
For in that sleep of death what dreams may come.