Með þessu er Saddam eigöngu að vinna þjóð sinni tjón.
Nú þegar loga 7 olíulindir.
Áður en hann lét kveikja í öllum 700 olíulindum Kuweit, stóð Saddam fyrir því að hella 11. milljón tunnum af olíu, í Persaflóann. Frá janúar til maí, árið 1991.
Þetta olli gífurlegri mengunn á 800 mílna strandlengju Kuweit og Saudi-Arabíu.
Magninu sem var hellt af olíu í Persaflóann, er skilgreint sem 20 sinnum stærri olíumengunn en EXXON VALDES slysið olli á strandlengju Alaska.
Auðvitað heyrist ekkert í umhverfispostulum um þetta.
Enda uppteknir af þeirri pólitísku rétthugsun að banna eigi öll stríð.
Falleg hugsun, en frekar barnaleg.
Sést best á viðbrögðum friðarsinna, fyrir utan stjórnarráðið.
Með barefli að vopni, ræðst friðarsinninn gegn stuðningsmönnum stríðsaðgerða Breta og Bandaríkjamanna.
Lætur ekki þar við sitja, heldur lætur þungt högg ríða á hvolp, sem þeyttist af lóð stjórnarráðsinns, út á gangstétt!
“Nothing except a battle lost can be half so melancholy as a battle won.”