Eftirfarandi grein birtist á baksíðu Fréttablaðsins 21. mars 2003. Bakþankar Þráins Bertelssonar (höfundur). Taldi víst að það mætti birta þetta hér þar sem blaðið er í ókeypis dreyfingu.

Áríðandi símtal
Miní-tragedía

GWB: Hæ, Dabbi boj, Goggi hérna.
DO: Hæ, Goggi. Hvað segir hann?
GWB: Bara fínt, maður. Þá er maður kominn í stríð eins og pabbi gamli.
DO: Já, til hamingju. Þetta er flott, að minnsta kosti það sem ég hef séð af því.
GWB: Takk, það var fallega sagt. Er gott útsýni yfir þetta frá Írlandi?
DO: Íslandi. Nei, ég sá þetta bara í sjónkanum. Ísland er ekki í Persaflóa.
GWB: Nú? Afhverju voruð þið þá að lýsa yfir stuðningi?
DO: Okkur finnst þú bara fínn gæi og vildum bakka þig upp á móti þrasaragenginu í Sameinuðu þjóðunum sem er alltaf að röfla um einhverjar reglur.
GWB: Kúl. Ég hringdi bara til að þakka fyrir. Kolli og Kondaðlesa segja að stuðningur ykkar þarna á Írlandi skipti miklu máli.
DO: Á Íslandi. Er ekki allt gott að frétta af frú Láru og telpunum?
GWB: Jú, takk, eftir atvikum. Hvernig líður hérna, umm, Hannesi?DO: Hann er í skólanum.
GWB: Er hann enn í skóla?
DO: Já, hann er eitthvað að kenna og svona og tala í spjallþáttum.
GWB: Svo það er þá í lagi með hann???
DO: Það er í fínu lagi með hann Hannes minn. Hann er á vernduðum vinnustað.
GWB: Það er gott að heyra. Það hlýtur bara einhver að hafa látið mig hafa vitlausan fæl um vitlausan mann. Heyrðu, ég verð að rjúka. Kolli er hérna og vill fara að sprengja.
DO: Takk fyrir að hringja. Gaman að heyra í þér.
GWB: Bið að heilsa Halldóri í utanríkisráðuneytinu. Segðu honum að ég óski honum til hamingju með Nóbelsverðlaunin.
DO: Það var Halldór Laxness sem fékk Nóbelinn, utanríkisráðherrann heitir Halldór Ásgrímsson.
GWB: Dó!!! Enn hafa þeir látið mig hafa gamlan fæl. Sorrí. En þessi gæi þarna í Írak, hann heitir þó örugglega Satan?
DO: Heitir hann ekki Saddam? S.A.D.D.A.M.?
GWB: Hvað segirðu? Hef ég skilið þetta vitlaust? Heyrðu, ég hringi seinna. Bæ.
DO: Bæjó. &#9632;<br><br>„We are all in the gutter, but some of us are looking at the stars.“

„Jesus is coming, look busy“
„We are all in the gutter, but some of us are looking at the stars.“