Bandaríkin skutu Cruise eldflaugum og sprengjum á Baghdad í morgun. Þeim var miðað að helstu mönnum Íraks og þar á meðal Saddam. Saddam lifði þessa árás líklega af því hann kom fram í sjónvarpinu eftir árásina. Bandarísk herskip í rauðahafinu skutu líka meira en 40 Tomahawk eldflaugum á annað skotmark og voru F-117 stealth fighter flugvélar með í því sem hafa tvær 2000 punda sprengjur hvor. Irak svaraði fyrir sig með því að skjóta nokkrum eldflaugum í norður kúveit og voru tvær af þeim stöðvaðar (segir herinn) af hinu umdeilda varnarkerfi bandaríska hersins þar sem eldflaugarnar eru skotnar niður með svokölluðum Patriot eldflaugum. Engin af þeim hitti samt.
Það segja sumir þetta vera bara viðvörunar skot á Saddam til að fá hann til að flýja. Þegar Saddam kom fram í sjónvarpinu kallaði hann Bush glæpamann og sagðist ætla að draga sverð sitt og berjast því hann væri ekki hræddur. Hann endaði ræðuna á því að segja “Long live jihad and long live Palestine.”
Bush kom með þá yfirlýsingu í morgun að stríðið yrði lengra en þeir bjuggust við. Þetta þýðir að stríðið er að fara í fullan gang og ekkert getur stöðvað það núna.