Íslenskir friðarenglar ?
Mér finnst svo hallærislegt þegar ýmsir “framámenn” í þjóðfélaginu, t.d. Biskupinn og forkólfar vinstriflokkana tjá sig um stríð. Þá er alltaf talað fjálgleg um hina friðsömu og herlausu Íslendinga, svona eins og friðarengla út í ballarhafi sem ekki beri aldrei neina ábyrgð á hernaði.
Hvílíkt kjaftæði, við erum í NATO og með her í landinu sem kallar sig IDF, þó við stjórnum honum ekki en erum þvílíkt háð, t.d. í björgunarmálum.
Við láum Kanann um skýtverkin og græðum á honum í leiðinni, og utanríkisráðherrar hafa beitt öllum brögðum til að halda í herflugs hlutann svo Íslendingar þurfi ekki að borga viðhald Keflavíkurflugvallar sem yrði geysileg byrði.
Svo veit ég ekki betur en að Íslendingar séu mjög stoltir af forfeðrum sýnum, víkingum og landnámsmönnum sem voru duglegir við að slátra hverjir öðrum. Svo eru nú ekki alveg óþekkt dæmi um að “aðkomumenn” t.d. Spánverjarnir um árið væru drepnir af hópum vígvæddra bænda. Reyndar hefðum við mátt vera betur viðbúnir innrásum, t.d. við heimsókn arabanna til Vestmannaeyja 16??
Við Íslendingar vorum ein af fáum þjóðum sem kom vel út úr Seinni heimsstyrjöld, græddum vel á henni og kom í raun fótum undir sjálfstætt Ísland. Það má reyndar setja stórt spurningarmerki við hvort við erum sjálfstætt riki, frekar svona ríki sem fær að heita sjálfstætt undir verndarvæng stórríkis ef við högum okkur.