Maður verður ekki raunverulega ástfanginn af einu né neinu af að taka einhver lélegan 103 áfanga með stundum lélegum kennurum (því miður eru margir íslenskir menntaskólakennara ekki mjög fróðir á sínu sviði) og því er bara verið að hindra þau sem gætu notið sín virkilega vel í námi fljótt, afþví þau hefðu lent á réttri hyllu snemma, að fá að gera það, bara afþví einhver einstaka náungi sem veit ekki hvað hann á að læra vill frekar vera í almennu námi, svona smá um hitt og þetta, endalaust.
Það er ekki rétt held ég, frekar að hvetja fólk til að kynna sér hlutina upp á eigin spýtur, og taka alvöru ákvörðun, sem flestir ættu vel að geta gert eftir 17 ára aldur eða svo, ekki að það sé skelfilegasti hlutur í heimi að þurfa að skipta um námsgrein, en skárra að fara þá að læra eitthvað eitt annað virkilega vel, en halda áfram í þessu “gagn og gaman”, sem fyrir marga er hvorugt, fram á fullorðinsár.
Krökkum í BNA sem fara í college heima finnst það yfirleitt alveg jafn gaman. Stelpan sem ég þekki sem elskar það mest er í college og býr heima hjá mömmu og pabba, að taka master núna reyndar, hún hataði high school og ætlaði að hætta í námi bara, en skipti um skoðun strax fyrsta árið í college og fór að blómstra. Það er mjög algengt í USA, en margir að kafna úr leiðindum síðasta árið í menntó, og halda það jafnvel ekki út, enda ekki alvöru nám á sama hátt og college.
Að svampla í mörgum pollum, og taka 203 í þessu og 403 í hinu og svona, kemur nefnilega ekki í staðinn fyrir þá alvöru menntun sem það er að drekkja sér frekar almennilega í einhverri einni á.
Og það er einmitt það sem Háskólinn á í vandræðum með, fullt af fólki sem hefur bara lært yfirborðslega um hlutina að fylla skólan hvert ár, án þess að hafa komið sér upp alvöru áhuga á neinu, nú ef það datt ekki hreinlega úr skóla af leiðindum.
Því meira sem ég heyri um Bandaríska skólakerfið því frábærara finnst mér það, og við ættum til dæmis að fá þetta GED hingað sem fyrst, enda víst oft frábærir nemendur í háskóla sem tóku bara GED, en kláruðu ekki high school því það var of leiðinlegt.
Íslendingar eru engir Þjóðverjar, við erum óþolinmóð, sveimhuga þjóð sem á betur við að sökkva sér djúpt á kaf í eitthvað en svampla í hinu og þessu endalaust. Ameríska skólakerfið myndi eiga betur við okkur, en þetta gamaldags kerfi sem er næstum jafn stíft og það þýska, fyrir mun minna stífa þjóð…og ja, Þjóðverjar eru ekki beint að brillera í einu né neinu lengur, og fallin þjóð, og það var HÁTT fall, afþví þeir vildu ekki breytast í takt við tíman, með Ameríkanar eiga fleiri og fleiri afreksmenn…enda fleiri þar sem virkilega fá að njóta þess að læra…en lærdómur ætti auðvitað að vera nautn líka…