100% sammála Porcelinu. Þetta er alfarið vandamál sem á sér stað hjá hverjum og einum ökumanni. Flestir íslendingar eru eins og augnlausir páfagaukar þegar kemur að því að taka þátt í umferðinni.
Mér finnst til dæmis alveg með ólýkindum hvað Reykvíkingar eru vonlausir ökumenn. Ég hef búið hérna fyrir sunnan í rúm 7 ár núna, og man ekki eftir einum degi í umferð þar sem ég hef ekki verið að ærast úr pirring yfir hvernig fólk keyrir. Það er margt sem er að í umferðinni, og það sem er mest viðloðandi er það, að flestir virðast halda að heimurinn snúist í kringum þá, og engann annan.
1. Nota helvítis stefnuljósinn, það er ekki erfitt, og að sleppa þeim er alveg jafn ólöglegt og að keyra of hratt. Smella þeim á 10 metrum, eða því sem nemur þremur sekúntum áður en þú ættlar að taka beyju. Þetta er þér kennt í ökutímum, og þetta eiga allir að vita og virða.
2. Drulla sér af stað á ljósum, og taka frekar rösklega af stað og vera fljótur uppí leyfinlegan hámarks hraða, til að þeir sem á eftir þér eru geti komist yfir líka. Gult ljós þýðir tilbúinn (semsagt taka úr handbremsu, setja í gír og vera tilbúinn að sleppa kúpplingunni!), ekki að bíða þangað til það er komið grænt, og þá fara að gera sig til. Gult ljós þýðir líka að hægja á sér áður en að rautt kemur. Ekki að gefa í til að reyna að troða sér yfir á síðustu stundu. Þetta er einn mesti slysa valdur á landinu, og með ólýkindum hvað þið sunnlendingar eruð staur blind á þetta.
3. Halda sig í hámarkshraða, eða keyra miðað við þær aðstæður sem eru að hverju sinni. Ekki að vera silast áfram á 40 km hraða, á vinstri ak-grein og byrja að hægja á sér 60 metrum fyrir ljós. Þetta pirrar aðra vegfarendur, og þegar fólk er pirrað, er meiru meiri líkur á slysum. Vinstri ak-grein er fyrir þá sem vilja komast áfram, sú hægri er fyrir þá sem ekki eru að flýta sér. Þetta er mjög eðlilegur hlutur í öllum öðrum löndum, en íslendigar virðast bara ekki kunna þetta, eða kunna að bera virðingu fyrir náunganum yfir höfuð.
4. Jeppar eru mesta plágan hérna í Reykjavík. Annar hver maður virðist eiga við ego vandamál að stríða, og heldur að lausnin sé að eiga nógu andskoti stórann jeppa, á einhverjum tuðrum sem gætu fleitt blokkum. Hver er þörfin á þessum homma-tækjum? Það er aldei neinn snjór hérna í bænum að ráði, og í guðana bænum ekki nefna síðasta vetur. Þegar þið bæjarbörnin voruð að tala um hversu rosalega vont veður væri, og það væri nánst til ófært, var ég að sporta umm og pínu littlum hrísgrjóna-brennara á handónýtum vetrardekkjum, og átti ekki í neinum vandræðum með að komast leiðar minnar.
Persónulega finnst mér að allir breyttir jeppar ættu að vera bannaðir innanbæjar, nema til að fara allra styðstu leið heiman að frá sér og útúr bænum,(enda ekki þörf á öðru, því þetta eru ættlaðir sem jökkla bílar) líkt og gildir með snjósleða og fjórhjól. Það að hafa upphækkaðan jeppa fyrir aftan sig í umferðinni er martröð, ljósinn beint innum afturgluggan, í spegilinn og beint í augun á manni. Blinda, sem getur valdið slysi. Hvað þá að hafa þessi ferlíki fyrir framan sig, því flestir jeppa kallar virðast lifa algjörlega í sínum eigin heimi, og virða hvorki umferðar reglur né taka tillit til annara í umferðinni. Þeir eru jú svo stórir kallar á sínu stóru jeppum!!
Ég tala nú ekki um ef maður lendir í árekstri við slík dráps tól. Þeim dugar ekki að klessa á mann, heldur eru dekkinn á þessu orðinn svo stór, og hæðin svo mikil, að maður veit ekki fyrr en það er jeppi kominn hálfa helvítis leiðina upp á þak hjá manni. Sem augljóslega er dauðagildra, því þar er enginn smá þyngd á þessum morðtólum.
Þetta þekkist ekki neinstaðar annars staðar en á íslandi, og það er ástæða fyrir því. Þetta eru óþarfa ökutæki, sem eru stór hættuleg í innanbæjar umferð.
Ég gæti sennilega röflað og gefið alls konar dæmi langt fram á nótt, en ég hreynlega nenni því ekki.<BR